Lestrardagur

Í dag var mikill lestrardagur í skólanum við Norðurgötu. Í fyrstu kennslustund tóku allir bók í hönd  og var lesið í hverju horni og skúmaskoti, í matsalnum, á göngum og í stigaþrepum. Litla upplestrarkeppnin var svo haldin í fyrsta sinn og voru það 4. og 5. bekkur sem tóku þátt í henni og komu þar fram margir góðir lesarar. Börnin í fyrsta, öðrum og þriðja bekk lásu upp ljóð eftir Þórarin Eldjárn og Kristján Hreinsson og gerðu það af stakri prýði. Þrenn bókarverðlaun voru veitt til lesara 4. og 5. bekkjar.