Lestrarátak og heimsókn rithöfundar.

Rithöfundurinn Marjolijn Hof kom í heimsókn til 5. bekkjar í Ólafsfirði. Bekkurinn er að vinna með bók eftir hana sem heitir Minni líkur, meiri von og er í samstarfi við bekk í Hollandi. Í dag, miðvikudag kl.17 lesa nokkrir krakkar úr bókinni á Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði. Marjolijn verður á staðnum og segir frá nýjustu bók sinni.


Hér er Marjolijn með nokkrum nemendum 5. bekkjar.