Lesið í sólinni

Krakkarnir í 3. og 4. bekk komu sér vel fyrir sunnan undir á góðum degi nú í vikunni. Það er bókin Klukkan sem gekk eins og henni sýndist eftir Per Nilsson sem er framhaldssagan þeirra þessa dagana sem Sigga er að lesa fyrir bekkinn. Notaleg stund í haustsólinni.