Leikhúsferð 1. -5. bekkjar

Miðvikudaginn 20. október var 1.- 5. bekk boðið í menningarhúsið Hof á Akureyri en þar fluttir Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofieff

Verkið er sviðsett með leikbrúðum og sett upp í samstarfi við Brúðuheima í Borgarnesi og Leikfélag Akureyrar. 

Leikbrúðustjórnandi er Bernd Ogrodnik, leikstjóri Jana María Guðmundsdóttir og sögumaður er Guðmundur Ólafsson.

Stjórnandi er Guðmundur Óli Gunnarsson