Kennslu lýkur kl 11.00 nk. miðvikudag

Vegna útfarar Guðmundar Inga Jónatanssonar kennara verður skóladagur nemenda styttur miðvikudaginn 16. desember nk.  Kennslu lýkur um kl. 11.00 og fara nemendur heim að undanskildum þeim nemendum sem sækja lengda viðveru.  Nemendur í  1. og 2. bekk sem eru skráðir í lengda viðveru verða þá í vistun frá klukkan ellefu og til þess tíma sem umsamið er.
Nemendur 8.-10. bekkja taka skólabílinn kl. 10.50 frá Siglufirði og nemendur 5.-7. bekkja taka skólabílinn frá Ólafsfirði kl. 11.10.