Kennsla í skógræktinni

Í gær fór kennsla á miðstigi fram í skógræktinni á Siglufirði. Þar var nemendum skipt upp í blandaða hópa og unnin fjölbreytt verkefni sem tengjast ýmsum greinum. Verkefni dagsins voru: Hæðarmælingar, orðaleit í skóginum, kynnast tré, aldur trjáa, ónáttúrulegi stígurinn, Lauf og trjátegundir. Veðrið lék við hópinn og nutu allir sín í haustblíðunni. Hér er hægt að sjá myndir úr skógræktinni.