Jólastemning

Nemendaráð hvatti alla, nemendur og kennara til að hafa á sér í dag eitthvað jólalegt, svo sem húfu, peysu, sokka eða hvað annað sem minnti á jólin. Krakkarnir tóku aldeilis við sér og var hér fjöldi lítilla jólabarna. Krakkarnir í 3. bekk eru hér að vinna jólaverkefni og gleðjast saman.