Í dag er alþjóðardagur læsis

Alþjóðlegur dagur læsis er í dag, 8. september. Sameinuðu þjóðirnar gerðu þennan dag að alþjóðadegi læsis árið 1965.

Á þessum degi er fólk, hvar sem það er í heiminum, hvatt til þess að skipuleggja læsis- og lestrarviðburði.

Í skólanum var að sjálfsögðu ýmisleg gert í tilefni dagsins eins og að lengja lestrarstundir, ræða við nemendur um yndislestur o.fl.

Hér á sjá nemendur við Tjarnarstíg syngja saman lagið það er gott að lesa