Hreystidagur á fimmtudag

Á fimmtudaginn verður hreystidagur í skólanum.  Yngri deildirnar munu þá eiga góðar stundir saman í Ólafsfirði, fara í sund, Tarzan leik í íþróttahúsinu, reyna sig á gönguskíðum og renna sér á pokum, þotum og öðru slíkum áhöldum á Gullatúni.  Í eldri deildinni fer fram keppni í skólahreysti í íþróttahúsinu þar sem 7. og 8. bekkur keppa innbyrðis sem og 9. og 10.  Skólaliðið fyrir aðalkeppnina á Akureyri verður svo valið á föstudaginn þegar nemendur úr 9. og 10. bekk keppa sín á milli um vinna sér sæti í liðinu.  Þar verður án efa hart barist því það er að sjálfsögðu heiður að vera valinn sem fulltrúi skólans í þessa keppni sem aðrar.