Hreystidagur!

1.-7. bekkir hittust í Ólafsfirði og áttu saman skemmtilegan morgun með leikjum og keppni. Settar voru upp stöðvar og reyndu nemendur við ýmislegt  stígvélakast, reiptog, myllu, að byggja kubbakastala, höfðingjaleik, pokahlaup og púsl. Veðrið lék við okkur, það var logn og blíða og allir voru vinir og skemmtu sér vel.