Heimasíðan Námsfjallið komin í gang!

Kæru foreldrar, forráðamenn og allir saman. Nú er farið í loftið heimasíðan og gagnabankinn okkar í Grunnskóla Fjallabyggðar. Heimasíðan heitir Námsfjallið og er hún ætluð öllum nemendum í grunnskólum. 

www.namsfjallid.com

Heimasíðan er enn í vinnslu og verður það áfram, sem þýðir að það mun alltaf detta inn nýtt námsefni. Lögð er áhersla á lestur, ritun og sköpun. Í þessum gagnabanka er að finna sniðug verkefni, hugmyndir, smáforrit og fleira og skipt niður í yngsta-, mið-, og elsta stig í grunnskóla. Hér er hægt að fá hugmyndir og skapandi verkefni í mörgum fögum. Þetta er einnig hugsað fyrir foreldra og forráðamenn með heimanám eða einfaldlega gæðastundir með börnum sínum.

Nú eru einhverjir sem eru að vinna heima hjá sér og geta þá nýtt sér þessa heimasíðu ef þeim vantar námsefni eða hugmyndir. Nemendur geta skipulagt daginn sinn sjálf með því að hanna sína eigin dagskrá (hana er hægt að finna inn í námsefni - sköpun).

Við hvetjum alla til þess að kíkja á þessa frábæru heimasíðu, taka sér tíma til þess að skoða hana og auðvitað prófa!
Við mælum sérstaklega með snjall lestrinum og lestrarbingóum sem er að finna í Námsefni-Lestur.

Smelltu HÉR til þess að fara inn á heimasíðuna.