Grunnskóli Fjallabyggðar auglýsir stöðu skólaritara

Staða skólaritara er laus til umsóknar. Um er að ræða afleysingu frá 1.febrúar 2015 til eins árs. Stöðuhlutfall er 75% og samanstendur af 50% stöðu skólaritara og 25% stöðu á skólabókasafni. Skólaritari er staðsettur í starfstöðinni við Norðurgötu. Vinnutími frá kl. 07.30.
Kröfur um menntun og hæfni.
-    Góð hæfni í mannlegum samskiptum
-    Áhugi á að vinna með börnum og unglingum.
-    Góð almenn menntun
-    Góð tölvukunnátta s.s. á ritvinnslu, póstforrit og exel.

-    Áhugi og geta til að setja sig inn í vefforritið Mentor.
-    Jákvæðni, áhugi, þjónustulund, frumkvæði og sveigjanleiki í starfi.

Helstu viðfangsefni:
-    Er tengiliður heimilis og skóla.
-    Sér um dagleg afgreiðslu og símsvörun.
-    Er nemendum og starfsfólki til aðstoðar í daglegu starfi.
-    Annast innfærslu í vefviðmótinu Mentor s.s. innritun, nemendaskrá, launaskráningu, forfallaskráningu og annað er tengist því.
-    Brúar forföll kennara í samráði við skólastjórnendur.
-    Sér um  skráningu og samskipti vegna lengdrar viðveru.
-    Sér um skráningu og samskipti vegna skólamáltíða.
-    Heldur utan um skólabókasafn, innkaup og útlán bóka
-    Önnur verkefni sem skólastjóri felur honum.

Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum.
Skólinn starfar samkvæmt Olweusáætlun gegn einelti og Uppeldi til ábyrgðar. Þá er hafin innleiðing á ART í bekkjarstarf.


Umsóknarfrestur er til 5.janúar 2015.

Upplýsingar veitir Ríkey Sigurbjörnsdóttir skólastjóri í síma  844-5819  eða í gegnum netfangið rikey@fjallaskolar.is. Umsóknir ásamt ferilskrá eða upplýsingum um menntun og starfsreynslu skulu sendar á sama netfang.