Grænlensk menningarvika

Þessa viku er grænlensk menningarvika barna- og unglinga í Fjallabyggð. Grænlenskir listamenn eru hér í heimsókn, sýna grænlenska list og fræða börnin um Grænland, sögu þess og menningu. Pauline Motzfeldt sýnir grænlenska söngva og dansa og segir sögu trommunnar. Pauline er kennari og hefur haldið fyrirlestra og námskeið í Danmörku og Grænlandi. Miki Jacobsen er ljósmyndari, myndlistamaður, tónlistarmaður og leikari. Hann gerir m.a. andlitsgrímur eftir grænlenskri hefð. Hann hefur haldið fjölda sýninga, bæði á Grænlandi, Norðurlöndunum og í Kanada.

 

Markmiðið með verkefninu er m.a. að:

 

.              Að auka fjölbreytni í listum fyrir börn og unglinga í Fjallabyggð.

 

.              Að styrkja listsköpun ungs fólks í fámennu sveitarfélagi.