Göngum í skólann

Undanfarinn hálfan mánuð hafa nemendur við Grunnskóla Fjallabyggðar keppst við að koma gangandi eða hjólandi í skólann. Sá bekkur sem best hefur staðið sig hreppir "Gullskóinn". Stærðfræði fléttast inn í þetta verkefni og í yngstu bekkjunum má sjá stærðarinnar súlurit. Á myndinni eru börn úr 1. bekk HÓ að vinna úr upplýsingunum.