08.09.2010
Grunnskóli Fjallabyggðar tekur nú
þátt í átakinu Göngum í skólann sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands , Umferðarstofa,
Ríkislögreglustjórinn, Menntamálaráðuneytið, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Lýðheilsustöð og Heimili og skóli standa
að. Þetta er í þriðja skiptið sem skólar á Íslandi taka þátt í þessu alþjóðlega verkefni. Verkefninu er ætlað að hvetja nemendur, foreldra og starfsmenn skóla til að ganga, hjóla, fara á línuskautum eða
á annan virkan hátt til og frá skóla.
Kennarar yngri deildanna hér í
skólanum munu halda utan um skráningu þeirra sem koma gangandi í skólann næstu 2 vikurnar og að þeim loknum munu verða afhentar
viðurkenningar til þeirra bekkja sem best hafa staðið sig. Við hvetjum því foreldra til að taka átakinu vel og virkja börn sín til
þátttöku. Nánari upplýsingar um átakið má finna á síðunni www.gongumiskolann.is