Góð gjöf.

Á aðventunni hefur Síldarminjasafnið undanfarin ár boðið nemendum Grunnskóla Fjallabyggðar í heimsókn. Nemendum er boðið uppá heitt súkkulaði og smákökur og svo er föndrað og jólasaga lesin. Þetta er vel til fundið hjá þeim á safninu og eru börnin hæst ánægð með þetta.                                            Nú á dögunum birtist Aníta Elefsen hér í dyrunum með bókina "Siglufjörður" sem safnið gaf út nýverið. Þetta er ljósmyndabók og er elsta myndin frá 1872 og sú nýjasta tekin nú í haust. Við þökkum Síldarminjasafninu kærlega fyrir bókargjöfina og óskum þeim gleðilegra jóla.