Fyrirlestur 3. nóvember kl 18:00 í báðum skólahúsum


Kæru foreldrar
Vodafone býður foreldrum, að kostnaðarlausu, að njóta góðs af átakinu "Ber það sem eftir er".
Um er að ræða fræðsluátak sem fjallar um mikilvæg þjóðfélagsmál varðandi börn og unglinga, nefnilega sexting (sem felur í sér að skiptast á nektarmyndum) og hrelliklám (að dreifa nektarmyndum án samþykkis). Fræðsluátakið er unnið af Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur, í samstarfi við Vodafone. Þórdís er rithöfundur, fyrirlesari og höfundur verðlaunaðra bóka og námsefnis fyrir ungmenni. Þar má nefna stuttmyndirnar "Fáðu já!" sem Páll Óskar leikstýrði 2013 og forvarnarmyndina "Stattu með þér!", sem frumsýnd var í grunnskólum landsins síðastliðið haust.
Margir hafa kallað eftir vitundarvakningu til að stemma stigu við nektarmyndum af íslenskum börnum sem ganga manna á milli á netinu. Myndirnar eru í sumum tilvikum afleiðing af sexting, sem margir krakkar í dag iðka án þess að gera sér grein fyrir hugsanlegum afleiðingum.
Allir foreldrar eru velkomnir (ekki bara unglingaforeldrar) enda mikilvægt að kynna sér áskoranirnar sem fylgja tækninýjungum hið allra fyrsta þótt börnin séu enn ung að árum. Forvarnir virka best ef þær eru til staðar áður en hættuna ber að garði.
Foreldrum barna í Grunnskóla Fjallabyggðar er boðið að sjá upptöku af fyrirlestri Þórdísar þriðjudaginn 3. nóvember kl. 18. Sýningar verða á sama tíma í skólanum á Siglufirði og í Ólafsfirði.
Til nánari upplýsinga er http://www.visir.is/nakin-a-netinu---myndir/article/2014709109975 sem er blaðagrein sem Þórdís ritaði í fyrra um sexting og hvers vegna mikilvægt er að vita um hvað það snýst.

Frekari fróðleik um átakið og fyrirlestrarröðina má finna á vefslóðinni https://vodafone.is/vodafone/samfelagsleg-abyrgd/god-samskipti/sexting-og-hrelliklam/

Fyrir hönd stjórnar Foreldrafélags GF,

Hugborg Inga Harðardóttir
formaðu