Fréttatilkynning vegna óveðursspár föstudaginn 14. febrúar 2020

Fréttatilkynning frá Fjallabyggð vegna óveðurs föstudaginn 14. febrúar 2020

Vegna spár um ofsaveður á öllu landinu næsta sólarhring og óvissustigs almannavarna sem lýst hefur verið yfir á öllu landinu var tekin sú ákvörðun á fundi viðbragðsaðila í Fjallabyggð að allt skólahald í Fjallabyggð falli niður á morgun föstudaginn 14. febrúar 2020. Það gildir um leikskólastarf, grunnskólastarf og starf Tónlistarskólans á Tröllaskaga í Fjallabyggð. Þessar stofnanir verða því lokaðar.

Þá fellur allur akstur skólarútu niður á morgun föstudag og ekkert starf verður í Félagsmiðstöðinni Neon á föstudagskvöld.

Íþróttahús og sundlaugar Fjallabyggðar verða einnig lokaðar í báðum byggðarkjörnum á morgun 14. febrúar.