Fræðslugátt Menntamálastofnunar opnuð

Menntamálastofnun hefur opnað Fræðslugátt. Á vefnum er að finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem nýst getur skólasamfélaginu.

 
Vefurinn er fyrst og fremst hugsaður sem stuðningur við kennara og skóla sem nú takast á við krefjandi aðstæður vegna takmarkana á skólahaldi. Foreldrar og nemendur eiga einnig að geta fundið efni á vefnum sem hentað getur fyrir heimanám og verkefni daglegs lífs.

Unnið er að því, í samstarfi við Blindrafélag Íslands, að setja upp vefþulu á vefi stofnunarinnar en með því eykst aðgengi sjónskertra og lesblindra að vefnum og ekki síst að námsefninu.
 
Þá hefur Menntamálastofnun samið við A4 um að hraða útsendingu bóka til skóla eins og unnt er.