Fræðsla um umhverfismál

Allir bekkir hafa verið að skoða flokkun sorps og fleira sem tengist umhverfismálum í Fjallabyggð. Grunnskólinn er á "grænni grein" en það þýðir að verið sé að vinna að því að efla vitund nemenda og starfsmanna við skólann um umhverfismál. Sett verða markmið í umhverfismálum og stofnaðar nefndir. Þegar markmiðum hefur verið náð fáum við að flagga Grænfánanum í a.m.k. tvö ár. Hópurinn á myndinni stendur við ílát undir ónýtar rafhlöður sem er hér í skólanum. Hvetjum við alla til að henda ekki rafhlöðum í almennt rusl, heldur koma þeim á rétta staði.