Forritun er frábær!

Alþjóðlega Hour of Code,  forritunarvikan verður dagana 9. - 15. desember.  Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi forriti í a.m.k. eina klukkustund. Átakið hefur náð til yfir 140 milljón þátttakenda í yfir 180 löndum. Búið er að skrá Grunnskóla Fjallabyggðar til þátttöku og munu allir nemendur skólans taka þátt. 

Forritun er frábær fyrir alla! Grunnskólinn í Fjallabyggð hefur lagt mikla áherslu á forritun seinustu mánuði og finnast nemendum okkar forritun afar áhugaverð. Krakkar frá 1.-10.bekk hafa fengið að kynnast og prófa sig áfram í forritum, smáforritun og hugbúnaði eins og:

Í ár var ákveðið að vinna með síðuna www.code.org og við hvetjum foreldra til þess að skoða kennsluefnið með börnum sínum á vefslóðinni www.code.org. Efnið er skemmtilegt, áhugavert og á íslensku sem gerir efnið aðgengilegra.

Heimasíðan Code.org

  • er ókeypis og án áreitis auglýsinga
  • er á mörgum tungumálum, þ.m.t. íslensku
  • er einfalt í notkun, bæði fyrir nemendur og kennara
  • er með ótal verkefna sem eru fyrir allan aldur svo það borgar sig fyrir kennarann að þekkja til þeirra og getustigs hvers þeirra
  • er þægilegt því þar er auðvelt að fylgjast með framvindu verkefna hjá nemendum
  • er með einfalt innskráningarkerfi sem miðað er við aldur og getu nemenda
  • gerir ráð fyrir aldursblönduðum hópum
  • er sett upp þannig að kennarinn getur bæði stýrt (sett fyrir) og gefið nemendum lausan tauminn
  • gefur möguleika á samvinnu nemenda, þ.e.a.s. reiknar ekki með því að hvert og eitt barn sé með tæki
  • gefur möguleika á forritunarverkefnum án tölva eða spjaldtölva
  • er einu sinni á ári með sérstaka forritunarviku sem heitir Hour of Code þar sem hægt er að spreyta sig á forritunarákorunum
  • er lifandi vefsvæði í stöðugri þróun