Fögnum fjölbreytileikanum! Blár dagur og dagur barnabókarinnar

Fimmtudagurinn 2.apríl er dagur einhverfunnar þar sem við fögnum fjölbreytileikanum og klæðumst bláu. Nemendur í Grunnskóla Fjallabyggðar ætla að fræðast um einhverfurófið og inn á www.blarapril.is er að finna skemmtilega fyrirlestra, fræðslu og myndbönd.

Þeir sem eru heima geta tekið þátt með því að smella á slóðina og skoða hana. Um að gera að vakna snemma og klæða sig í blá föt og vera með!

Þann 2.apríl er einnig dagur barnabókarinnar og við fögnum honum með því að mæta með uppáhalds bókina okkar í skólann og segja frá henni. 

Síðan 1967 hefur Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar verið haldinn hátíðlegur fimmtudaginn 2. apríl sem er fæðingardagur H.C. Andersen. Hann er haldinn hátíðlegur til að vekja athygli á barnabókum og kærleika sem fylgir lestri. Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins. Sagan í ár er eftir Gunnar Theodór Eggertsson og heitir Haugurinn. Sagan verður lesin í beinni útsendingu á Rás 1 klukkan 09:05 - Smelltu HÉR til þess að hlusta á söguna. 
 
Þeir sem eru heima geta auðveldlega tekið þátt með því að hlusta á söguna og vinna svo verkefni sem eru að finna á Námsfjallinu.
Smelltu HÉR til þess að opna verkefnið.
 
Endilega sendið kennara ykkar svo mynd af ykkur með uppáhalds bókina ykkar, í bláum fötum og verið með!
(Myndina má senda á birgitta@fjallaskolar.is - eða í gegnum Class Dojo).
 
Við hlökkum til að sjá ykkur! 
Blá ást og lestrarfriður frá starfsfólki í Grunnskóla Fjallabyggðar