Flýtum skólaakstri heim í dag vegna veðurs.

Vegna veðurs og færðar höfum við flýtt skólaakstri heim í dag. Skólabíll fór frá skólahúsi á Siglufirði kl. 11.00 og frá Ólafsfirði kl. 11.45.
Starfsemi eins og lengd viðvera verður áfram í báðum skólahúsum en þeir foreldrar sem geta eru hvattir til að sækja börn sín í skólann sem fyrst.