Útivistarreglur

,Við minnum á að útivistartíminn frá 1. september til 1. maí fyrir börn 12 ára og yngri er til kl. 20:00.  Útivistarreglurnar eru skv. barnaverndarlögum og mega börn ekki vera á almannafæri eftir ofangreindan tíma nema í fylgd með fullorðnum. Foreldrar og forráðamenn hafa að sjálfsögðu einnig fullan rétt til að stytta þennan tíma.