Endurskinsmerki og bílbelti

Það er kominn vetur og tími endurskinsmerkjanna genginn í garð. Með notkun endurskinsmerkja er hinn almenni vegfarandi að auka öryggi sitt til muna,  hann sést fimm sinnum fyrr þegar hann lendir í ljósgeisla bíls miðað við þann sem ekki er með endurskin. Ef endurskin er ekki til staðar á fatnaðinum þarf að hafa laus endurskinsmerki á sér. Merkin þurfa að vera þannig  staðsett að ljósgeisli frá bíl falli á þau hvort sem bíll kemur á móti eða aftan að vegfaranda.  

Heyrst hefur að unglingarnir okkar séu latir við spenna beltin í skólarútunni. Við þurfum því að vera duglegri að fræða þau um þessa hluti. Það að nota endurskinsmerki og bílbelti á ekki að vera eitthvað feimnismál heldur eru þetta sjálfsagðir hlutir sem geta og hafa bjargað mannslífum.  Komum heil heim.