- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Eftir lítinn svefn (vegna spennu) var haldið til veiða klukkan 8:00 í flottu veðri. Ótrúlegt hvað þeir voru fljótir á fætur á skóladegi!!! Fyrsti viðkomustaður voru Ræsin og í fyrsta kasti var 60 cm urriði mættur á nobblerinn. Fljótlega veiddist annar örlítið stærri. Því næst skipti hópurinn sér upp og rölti niður með ánni. Víða var fisk að sjá, en óvanir veiðimenn eiga það til að kíkja fyrst og reyna svo, þannig að einungis tveir fiskar náðust á land neðar á svæðinu. Einn af þeim var fyrsti flugufiskur eins drengjanna, 50 cm urriði á fimmuna og drengurinn sá um allt saman sjálfur, kom hlaupandi með fiskinn til að sýna hinum áður en honum var sleppt. Annar drengjanna fékk tvo fiska við ræsin (sína fyrstu fiska) og landaði þeim sjálfur, enn einn fékk tvo en missti þá við löndun. Enn einn náði tveim á land. Fjórir drengjanna fengu að þreyta fiska og landa eftir að þeir vönu höfðu sett í þá.
Hópurinn rölti í hús þegar svengd kallaði að, sumir skruppu í pottinn og mættu svo aftur útí á. Í lok dags var sólin mætt og stafa logn. Þá færðist heldur betur fjör í leikinn. Pabbinn setti í einn „risa“ sem náðist á land 73 cm og spik feitur. Síðasta klukkutímann bættust sex stykki við og klukkan átta var veiðinni hætt, þrátt fyrir að drengirnir hafi grátbeðið um að fá að halda áfram, helst að vera einn dag í viðbót. Það voru þreyttir en glaðir drengir sem röltu inn heima hjá sér rétt fyrir miðnætti, lögðust fljótt á koddan og dreymdu eflaust um næstu veiðiferð.
Alls veiddust 19 urriðar í ferðinni og ein bleikja, tökurnar voru margar og fjöldinn allir af fiski fór af eftir mislangar viðureignir. Stærstu fiskarnir voru 73-70-67-67 cm og sá minnsti var 45 cm. Flugurnar sem voru vinsælastar voru Nobbler-Black Ghost og Phesant tail. Fiskurinn var mjög feitur og sprækur.
Þarna lærðu átta drengir að kasta flugu með flugustöng í fyrsta skiptið og vonandi munu flestir þeirra falla fyrir þessu áhugamáli í framtíðinni. Frábær ferð í alla staði, gott veður, auðvelt aðgengi að veiðstöðum, mikill fiskur í tökustuði. Aðstaðan er öll til fyrirmyndar og hjónin Sturla og Bára til taks ef eitthvað vantaði uppá.
Með veiðikveðju,
Róbert Haraldsson, kennari og „veiðidellukall“
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880