Dagur umhverfisins á Íslandi

Í dag var mikið fjallað um umhverfisvernd, flokkun og fleira í öllum bekkjum. Áfram verður haldið með slíka vinnu í skólanum því að mikill vilji er hjá börnum og fullorðnum að endurheimta grænfánann. Krakkarnir fóru út og hreinsuðu skólabalann í morgun.