Dagur tónlistar í GF

Þriðjudaginn 1.október var dagur tónlistar haldinn hátíðlegur í Grunnskóla Fjallabyggðar. Nemendur í 1.-5.bekk söfnuðust saman í salnum og héldu söngstund sem hann Guðmann okkar stýrði.

Nemendur sungu saman lög eins og: 
Fiskinn minn, Enginn eins og þú, Bahama, Sumargleðin ásamt fleiri hressum og skemmtilegum lögum.