Dagur íslenskrar tungu

Í dag drógum við upp fána, sumir héldu að það væri til að fagna fyrsta snjónum en tilefnið var dagur íslenskrar tungu. Ljóðalestur og fleira var æft í tilefni dagsins og ekki þótti nemendum verra að fara svo út að leika sér í nýföllnum snjónum á eftir.

Að venju fór 6. bekkur á leikskólann og las fyrir leikskólabörn og hægt að sjá myndir frá þeirri heimsókn hér.