Bleikur dagur í Grunnskóla Fjallabyggðar

Bleiki dagurinn hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár í bleikum október. Þennan dag eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Á morgun föstudaginn 11.október eru nemendur í fríi frá skólanum og kennarar á þingi, stuðningsfulltrúar og annað starfsfólk verða á fyrirlestrum og þess vegna ákváðu allir að halda bleika daginn í dag, fimmtudaginn 10.október. Nemendur og starfsfólk mættu í bleikum fötum alveg frá toppi til táar, einnig voru bleikar kræsingar, boðið var upp á bleikan hafragraut, sumir komu með bleikt nesti og nemendur í myndlist hönnuðu bleik listaverk.

Nemendur í 6.-10.bekk fengu einnig kökuveislu í þakklætisskyni frá Sigurbirni Boga og aðstandendum hans, fyrir að hlaupa Ólympíuhlaupið til styrktar Sigurbogans.

Frábær dagur í alla staði og takk allir fyrir að lýsa upp skammdegið með bleikum ljóma og sýna samstöðu.

Myndir frá deginum: (Hægt að sjá fleiri myndir í myndasafni undir heitinu Bleikur dagur 2019)