- Skólinn
- Nám og kennsla
- Stoðþjónusta
- Nemendur
- Foreldrar
- Starfsfólk
- Matseðill og skráning í mat
Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti hér á landi. Þessum degi ber að fagna en þó skal ávallt hafa í huga að umræða um góða samskiptahætti á að vera í gangi allt árið. Öðruvísi skilar hún sér ekki til lengri tíma.
Vegna vetrarfrí í Grunnskóla Fjallabyggðar var baráttudagur gegn einelti færður til 13.nóvember. Þá var heldur betur fjör í grunnskólanum við Norðurgötu því allir nemendur skólans hittust þar í lok dags og unnu saman. Nemendur við Tjarnarstíg kom yfir á Norðurgötu og unnu nemendur að veggspjöldum gegn einelti. Blönduðust svo bekkirnir svona saman:
1.bekkur og 6.bekkur
2.bekkur og 7.bekkur
3.bekkur og 8.bekkur
4.bekkur og 9.bekkur
5.bekkur og 10.bekkur
Verkefnin sem þau unnu saman voru veggspjöld sem þau komu sjálf með innlegg, hugmyndir og tillögur. Þetta var frábær dagur í alla staði og mikil samvinna og samstaða. Frábærir krakkar sem er að finna í þessum skóla okkar.
Hér koma svo nokkrar myndir frá deginum.
Tjarnarstígur | 625 Ólafsfjörður Norðurgata | 580 Siglufjörður Sími á skrifstofu: 464-9150 |
Skrifstofa skólans er opin frá
|
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda á Mentor eða í síma 464-9150/ ritari@fjallaskolar.is
Kt. 580706-0880