Fréttir

257 nemendur við skólann í vetur

Nemendur við skólann eru 257 nú í upphafi skólaárs og er það nokkur fækkun frá því á síðasta skólaári, en þá voru þeir 272. Helgast sú fækkun aðallega af því að stór árgangur útskrifaðist úr 10. bekk í vor en aðeins 17 nemendur hófu nám í 1. bekk nú á dögunum.  
Lesa meira

Lítilsháttar breytingar á áætlun skólabíls

Áætlun skólabíls hefur verið endurbætt og má sjá hana hér. Vakin er athygli á því að skólabíllinn fer frá Ólafsfirði 7.35 frá og með n.k. mánudegi.
Lesa meira

Rútuáætlun

Rútuáætlun fyrir veturinn má sjá hér
Lesa meira

Lengd viðvera fyrir 1.-3. bekk

Í vetur verður nemendum í 1., 2. og 3. bekk boðið upp á lengda viðveru eftir að skóladegi lýkur. Lengd viðvera er staðsett í skólahúsum yngri deildanna þ.e. við Tjarnarstíg í Ólafsfirði og Norðurgötu á Siglufirði. Sjá upplýsingar um lengda viðveru í starfsáætlun skólans á vefsíðunni http://grunnskoli.fjallabyggd.is/is/forsida Skráning fer fram hjá skólaritara í síma 464-9150 eða með tölvupósti í gegnum netfangið helga@fjallaskolar.is Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 19. ágúst n.k. Starfið hefst fimmtudaginn 25. ágúst að loknum skóladegi.
Lesa meira

Skóli hefst miðvikudaginn 24. ágúst

Skólasetning miðvikudag, nemendur mæta hjá umsjónarkennara: o  Unglingadeild við Hlíðarveg kl. 10 o  Yngri deild við Norðurgötu kl. 11 o  Yngri deild Tjarnarstíg kl. 13 Rúta fer frá Ólafsfirði kl: 09:30 Rútuáætlun fyrir veturinn verður sett hér inn fyrir fimmtudaginn.     
Lesa meira