Allir að horfa á KrakkaRúv klukkan 18:50 í kvöld

KrakkaRÚV býður upp á vandað barnaefni á íslensku fyrir sjónvarp og útvarp. Margt er þar í boði eins og til dæmis Stundin okkar, Krakkafréttir og skemmtilegir og fræðandi útvarpsfréttir frá Útvarpi KrakkaRÚV. Jafnframt eru að finna talsettar teiknimyndir og úrval af stórskemmtilegum þáttum fyrir eldri börnin.

Í kvöld, þriðjudaginn 28.janúar klukkan 18:50, koma fram nemendur okkar úr Grunnskóla Fjallabyggðar. Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRúv, efnir til keppninnar ár hvert í tilefni af degi íslenskrar tungu. Nemendur spreyttu sig á því að botna fyrriparta eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson. Alls bárust Menntamálastofnun 535 vísubotnar frá 21 skóla víðs vegar á landinu. Frá yngsta stigi bárust samtals 256 vísubotnar, 182 frá miðstigi og 97 botnar frá unglingastigi. Það er sönn ánægja að tilkynna að Aron Óli Ödduson í 4.bekk var hlutskarpastur á yngsta stigi og Helena Reykjalín Jónsdóttir í 9.bekk var hlutskörpust á unglingastigi. Í fyrsta sinn í níu ára sögu keppninnar koma tveir vinningshafar frá sama skóla. Stórkostlegur árangur hjá Aroni Óla og Helenu.