5. bekkur heimsækir Menningarhúsið Hof

Í morgun var 5. bekk boðið í heimsókn í Menningarhúsið Hof á Akureyri. Þar fengu þau að skyggnast á bak við tjöldin, skoða leikmuni og önnur leyndamál leikhússins en þar er verið að undirbúa leiksýninguna Núnó og Júnía. Nemendum þótti þetta einstaklega áhugaverð og skemmtileg heimsókn og voru dugleg að spyrja út í ótrúlegust hluti. Hægt er að sjá myndir frá heimsókninni hér.