3. sæti í Skólahreysti

Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar stóðu sig vel í 8. undankeppni í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri í gær og lentu í 3. sæti. Frábær stemningin var í höllinni en það voru skólar af Norðurlandi utan Akureyrar sem tókust á. Nemendur skólans mættu gul og glöð og hvöttu sitt fólk hraustlega áfram. Varmahlíðaskóli var í 1. sæti og Grunnskólinn austan Vatna í 2. sæti og munu þeir skólar halda áfram keppni. Hægt er að sjá myndir hér og einnig á facebooksíðu skólahreystis