112 dagurinn

112 dagurinn var haldinn hátíðlegur í dag hjá okkur í Grunnskóla Fjallabyggðar.

Við vorum með brunaæfingu, bjallan sett í gang, allir bekkir fóru í stafrófsröð og hittust út á sparkvelli, þar var tekið manntal. Óhætt að segja að allir stóðu sig mjög vel, góð æfing.

Við fengum síðan heimsókn, Ámundi slökkviliðsstjóri kom á fína körfubílnum allir sem vildu fengu að fara upp í körfu, sem var mjög vinsælt. (Sjá myndir)

Þá mættu félagar úr Björgunarsveitinni Strákar, með sín tæki og tól. Þetta var góður dagur og allir sáttir og sælir.