1.-4. bekkur á Ólafsfirði heimsótti Ljóðasetrið og Síldarminjasafnið í morgun

Í morgun fóru nemendur í 1.-4. bekk frá Ólafsfirði yfir til Siglufjarðar og heimsóttu Síldarminjasafnið og Lóðasetrið. Á Síldarminjasafninu tóku þær Aníta Elefsen og Steinunn M. Sveinsdóttir á móti þeim og leiddu þau í gegnum sögu jólatrésins á Íslandi, sýndu þeim gamalt jólaskraut og ræddu við nemendur um jól fyrri tíma. Síðan var lesin jólasaga yfir kakói og smákökum áður en nemendur fengu að skoða safnið. Það var síðan Þórarinn Hannesson sem tók á móti þeim í Ljóðasetrinu og fræddi þau enn frekar um gamla tíma, las fyrir þau sögur og tók með þeim nokkur lög. Hægt er að sjá nokkrar myndir frá því í morgun hér.