Fréttir

Ábending til ökumanna í Fjallabyggð

Skólastarf er byrjað á ný  og börnin okkar komin út í umferðina.  Ástæða er til að benda á nýja gönguleið sem nemendur á Siglufirði fara í hádeginu til að komast í mat. Nú fara nemendur yfir Aðalgötu og Gránugötu til þess að komast í Rauðku. Báðar þessar götur eru mikilvægar umferðaræðar og umferð töluverð um hádegisbil. Við biðjum akandi vegfarendur að fara með gát.     Skólastjóri
Lesa meira

Göngudagur við Tjarnarstíg

Í gær gengu nemendur við Tjarnarstíg hinar ýmsar gönguleiðir um Ólafsfjörð í blíðskaparveðri. Ákveðið var að grípa góða veðrið og flýta fyrir hreystideginum sem vera átti 6. Sept.  1. -4. Bekkur gekk frá Kleifunum inn í Árdal 5. bekkur gekk í Brimnesdalinn 6. bekkur gekk í Burstabrekkudalinn 7. bekkur gekk frá Kleifunum inn í Fossdal Gangan gekk vel í alla staði og veðrið lék við mannskapinn sem skilað sér heim um hádegisbil berjablár með bros á vör.
Lesa meira

Skólasetning nk. mánudag

Skólinn verður settur mánudaginn 26. ágúst sem hér segir.     8.-10. bekkur við Hlíðarveg Siglufirði kl. 10.00 Skólarúta fer frá skólahúsinu við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 9.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 10.30.   1.-4. bekkur við Norðurgötu Siglufirði kl. 11.00   1.-7. bekkur við Tjarnarstíg Ólafsfirði kl. 13.00 Skólarúta fer frá skólahúsinu við Norðurgötu Siglufirði kl. 12.40 og til baka eftir skólasetningu kl. 13.30   Nemendur 1.bekkjar verða boðaðir í viðtöl til umsjónarkennara.   Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 27.ágúst n.k.   Með von um góðan og farsælan vetur og gott samstarf.   Skólastjórnendur.
Lesa meira