Úrslit Ljóðaflóðs 2023

Úrslit Ljóðaflóðs 2023
Úrslit Ljóðaflóðs 2023

Úrslit í ljóðasamkeppni grunnskólanema, Ljóðaflóði 2023, liggja nú fyrir. Menntamálastofnun, í samstarfi við KrakkaRÚV, efndi til keppninnar í tilefni af degi íslenskrar tungu. Í keppninni var ljóðformið frjálst og sömdu nemendur bæði bundin og óbundin ljóð um ástina og lífið, frið, einelti, samkennd, tilfinningar, náttúruna o.fl. Alls bárust 242 ljóð frá 23 skólum víðs vegar að af landinu. Frá yngsta stigi bárust 20 ljóð, 113 frá miðstigi og 109 ljóð frá unglingastigi. Þetta árið komu vinningshafar frá Selásskóla, Háaleitisskóla á Ásbrú og Hlíðaskóla og óskum við þeim til hamingju. 

Einnig voru birt önnur ljóð sem voru á meðal þeirra bestu og þar áttum við fjóra fulltrúa á unglingastigi. Hér má sjá ljóðin þeirra og í leiðinni viljum við óska þeim til hamingju með frábæran árangur: