Kristín og Maciej aðalmenn og Regína varamaður

Sigurvegarar
Sigurvegarar

Stóra upplestrarkeppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu þann 16. nóvember og lýkur í apríl með því að valdir eru tveir til þrír bestu upplesarar í hverju byggðarlagi. Frá nóvember hafa nemendur 7. bekkjar verið duglegir að æfa upplestur. Þriðjudaginn 5. mars var undankeppni haldin í GF. Þátttaka var með besta móti þetta árið en 17 af 20 nemendum tóku þátt í undankeppninni. Það voru þau Kristín Ósk Ómarsdóttir og Maciej Kozlowski sem báru sigur úr bítum og Regína María Fannarsdóttir var valin áfram sem varamaður. Kristín Ósk og Macej munu keppa fyrir hönd Grunnskóla Fjallabyggðar í lokakeppninni sem fram fer í Grenivíkurskóla þann 23. apríl nk. Þar munu fulltrúar frá Árskógarskóla, Grenivíkurskóla, Hrafnagilsskóla, Dalvíkurskóla, Þelamerkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar taka þátt.

Sjá fleiri myndir hér fyrir neðan: