Réttir í Ólafsfirði

Í dag fóru  nemendur að fylgjast með þegar fjárbændur ráku fé sitt í réttir. Féð var rekið meðfram vatninu austanmegin, í gegnum bæinn og yfir á gamla flugvöllin þar sem búið var að setja upp réttir. Eldri nemendur fylgdu síðan hópnum yfir  í réttirnar og fylgdust með þegar dregið var í dilka og margir fengu að aðstoða.  Hægt er að skoða fleiri myndir hér.