Glæsilegur sigur í Skólahreysti

Í dag fór fram undankeppni í Skólahreysti fyrir Norðurland. Fór keppnin fram í íþróttahöllinni á Akureyri þar sem alls 19 skólar öttu kappi í tveimur riðlum. Annars vegar var átta skóla riðill með skólum Akureyrar og næsta nágrennis og hins vegar 11 skóla riðill með öðrum skólum á Norðurlandi allt frá Blönduósi að Þórshöfn. Við sendum öflugt lið til leiks og allir nemendur eldri deildar skólans fóru með til að hvetja liðið til dáða. Gabríel, Jakob Snær, Erla Marý og Eydís skipuðu lið okkar í ár


Til að gera langa sögu stutta gerði okkar lið sér lítið fyrir og bar sigur úr býtum eftir æsispennandi keppni. Í öðru sæti var Varmahlíðarskóli og Blönduskóli á Blönduósi í því þriðja.
Frábær árangur hjá krökkunum og nú er úrslitakeppnin í Reykjavík framundan, en hún fer fram 2. maí.

skolahreysti_020.jpg
Alsæl með sigurinn

skolahreysti_025.jpg
Í viðtali hjá Ríkissjónvarpinu eftir sætan sigur

Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi