Frábær frammistaða í Norræna skólahlaupinu

Nemendur skólans tóku þátt í Norræna skólahlaupinu sl. þriðjudag og stóðu sig einstaklega vel þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Það var úrhellisrigning og jafnvel slydda á köflum en nemendur létu það ekki stoppa sig og hafa sjaldan verið áhugasamari um að hlaupa. Allir tóku þátt og fjölmargir lögðu 10 km að baki. Nemendur eldri deildarinnar, sem eru rétt rúmlega 80, hlupu t.d. hvorki meira né minna en 590 km. samtals. Nemendur yngri deildarinnar voru í mjög fjölbreyttri hreyfingu þennan dag því auk þess að hlaupa, fóru þau í sund og í leiki í íþróttasalnum. Voru allir ánægðir með vel unnið verk í lok dags.