Ást gegn hatri

Í síðustu viku bauð Foreldrafélagið foreldrum og nemendum að hlusta á fyrirlestra hjá  Selmu Björk  og Hermann Jónsson sjá nánar hér. Hermann hélt fyrirlestur fyrir foreldra á fimmtudagskvöldinu og var mæting nokkuð góð og fyrirlesturinn einstaklega áhugaverður.

Selma hitti síðan alla nemendur grunnskólans morguninn eftir og sagði þeim frá því hvernig hún hefur glímt við og unnið úr þeirri reynslu að verða fyrir einelti. Nemendur fengu síðan að ræða við hana í lokin og höfðu nemendur margt um málið að segja og spurðu mikið.

Við þökkum foreldrafélaginu og  þeim fegðinum kærlega fyrir þessa áhugaverðu heimsókn.

Hér má sjá nokkra myndir sem voru teknar þegar Selma heimsótti nemendur við Tjarnarstíg.