5. bekkur á Siglufirði hittir nemendur í Scoil Iosaef Naofa á Írlandi á skype.

Skypefundur 5. bekkjar SG og Scoil Iosaef Naofa á Írlandi var síðast liðinn fimmtudag. Írski skólinn er í bænum Cobh, sem er í Cork og búa þar rúmlega 10 þúsund manns. Íslensku krakkarnir höfðu æft írska þjóðlagið “Oro Blog Liom I” og hinir írsku æfðu sig á  “Krummi svaf í klettagjá”. Bekkirnir sungu hvor fyrir annan og svo saman. Nánar um samstarfsverkefni bekkjanna er á sameiginlegri heimasíðu skólanna http://scoiliosaefnaofa.com/Godwit.htm