Sérkennsla

Námsleg staða nemenda er ólík og því er lögð áhersla á að meta hvern nemanda og hvaða úrræði henta best. Deildarstjóri sérkennslu, Erla Gunnlaugsdóttir hefur yfirumsjón með og annast skipulagningu og ráðgjöf á allri sérkennslu, stuðningskennslu og stuðningi í skólanum.

Sérkennsla  getur falið í sér breytingar á  námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og /eða kennsluaðferðum miðað við það sem öðrum nemendum á sama aldri er boðið upp á. Tekið er mið af þörfum og hæfileikum hvers einstaklings og leitast er við að ná þessum markmiðum með jákvæðu viðmóti og virðingu fyrir einstaklingnum um leið og lögð eru fyrir verkefni við hæfi. Unnið er samkvæmt einstaklingsnámskrá sem sérkennari og umsjónarkennari útbúa í hverju tilviki fyrir sig í samráði við foreldra/forsjáraðila og annað starfsfólk.

Starfandi sérkennarar við Grunnskóla Fjallabyggðar eru Gurrý Anna Ingvarsdóttir á yngsta stigi og Gunnlaug Björk Guðbjörnsdóttir á mið- og elsta stigi.

Námsver skólans starfar samkvæmt lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og reglugerð nemenda með sérþarfir í grunnskóla nr. 585/2010. Hlutverk námsversins er að veita nemendum með ýmiss konar fötlun eða þroskafrávik sérhæfð úrræði og einstaklingsmiðað nám sem og að veita öðrum nemendum tækifæri til þess að starfa í rólegu umhverfi með eða án aðstoðar.