Námsráðgjafi

Sigríður Ásta Hauksdóttir er náms- og starfsráðgjafi Grunnskóla Fjallabyggðar. Hún er með fasta viðveru á fimmtudögum og hægt er fá viðtal eftir samkomulagi. Best er að senda tölvupóst á sigridur@fjallaskolar.is með fyrirspurnir og viðtalsóskir eða hringja í skólann 464-9150. Náms- og starfsráðgjafi er staðsettur í skólahúsnæðinu við Tjarnarstíg í Ólafsfirði, suðurenda á 2. hæð.

Hlutverk náms- og starfsráðgjafa er fyrst og fremst að vera málsvari og trúnaðarmaður nemenda innan skólans og standa vörð um velferð þeirra.

 

Þjónustunni má skipta í þrjá megin þætti sem eru náms- og starfsfræðsla, persónuleg ráðgjöf og námstækni.

Náms-og starfsfræðsla

 • Ráðgjöf og fræðsla um náms- og starfsval

 • Hjálpa nemendum að átta sig á áhugasviðum sínum

 • Aðstoð við að finna styrkleika sína og námsstíl

Persónuleg ráðgjöf og stuðningur

 • Ráðgjöfin miðar að því að efla færni nemenda til að finna sínar eigin leiðir og lausnir á þeim vanda sem þeir standa frammi fyrir hverju sinni.

 • Getur verið tengt námi, tilfinningalífi, samskiptum, líðan, sjálfsmynd, námsörðugleikum o.fl.

 • Sérsniðin að hverjum og einum

 • Miðar að því að efla hvern nemanda á sínum forsendum

Námstækni

 • Skipulögð vinnubrögð í skóla og vinnu

 • Tímastjórnun

 • Markmiðasetning

 • Einbeiting

 • Glósutækni

 • Lestar aðferðir

 • Prófaundirbúningur

 

Nemandinn sjálfur eða foreldrar/forráðamenn geta beðið um viðtal hjá náms- og starfsráðgjafa. Umsjónarkennarar, deildarstjórar, skólastjórnendur og nemendaverndarráð geta einning vísað nemendum til náms- og starfsráðgjafa.

Nemendur og foreldrar þeirra eru hvattir til að nýta sér þjónustu náms- og starfsráðgjafa.

 

Trúnaður

Náms- og starfsráðgjafi er bundinn trúnaði og  þagnarskyldu gagnvart nemendum sem til hans leita. Auk þess varðandi allar upplýsingar sem hann fær varðandi mál einstakra nemenda eða nemendahópa. Náms- og starfsráðgjafi getur aðeins rætt trúnaðarmál við aðra hafi nemendi veitt samþykki fyrir því eða ráðgjafinn telur að lífi og heilsu nemandans sé ógnað. Náms- og starfsráðgjafi hefur  tilkynningarskyldu skv. barnaverndarlögum.