Uppeldi til ábyrgđar

Fréttabréf uppbyggingarteymis 

 Í nýjum grunnskóla í Fjallabyggđ verđur stuđst viđ starfsađferđir Uppeldis til ábyrgđar. Meginatriđiđ er ađ kenna börnum og unglingum sjálfsaga, sjálfsstjórn og ýta undir sjálfstraust.

Fagteymi um Uppeldi til ábyrgđar verđur stofnađ í byrjun fyrsta skólaárs og mun ţađ stjórna og halda utan um innleiđingu starfsađferđinnar.

Unniđ hefur veriđ međ starfsađferđir Uppeldis til ábyrgđar í skólum á Íslandi frá haustinu 2000 og eru nú yfir 40 skólar ađ innleiđa ţessar ađferđir.

Uppeldi til ábyrgđar leggur áherslu á jákvćđ samskipti fremur en reglur, á ábyrgđ fremur en blinda hlýđni og á virđingu fremur en stjörnugjöf. Treyst er á hćfileikann til sjálfsstjórnar og ađ hver og einn geti hugsađ áđur en hann framkvćmir og brugđist rétt viđ ađstćđum.  

Uppeldi til ábyrgđar hvetur hvern og einn til ađ taka ábyrgđ á eigin orđum og gerđum.  Ađferđin nýtist viđ bekkjarstjórnun ţar sem allir fá ađ vaxa og njóta sín. Ţetta er ađferđ í samskiptum og ađferđ viđ ađ ná jafnvćgi og innri styrk eftir ađ hafa beitt samferđamenn sína rangindum eđa lent upp á kant viđ ţá. Leitast er viđ  ađ ná samstöđu um lífsgildi til ađ hafa ađ leiđarljósi og fylgja ţeim síđan eftir međ fáum skýrum reglum. Spurt er bćđi hvernig viđ viljum vera og hvađ viđ ţurfum ađ gera til ađ ná eigin markmiđum í sátt og samlyndi viđ samferđamenn.

                                                          (Texti tekinn af vef Álftanesskóla).

Sjá nánar um hugmyndir Uppeldis til ábyrgđar í grein í Netlu veftímarits – Rannsóknarstofnun KHÍ http://netla.khi.is/greinar/2007/003/index.htm og undir öđrum  krćkjum.

 

SÍMANÚMER
464 9150