Baráttudagur gegn einelti

9. nóvember er í þriðja sinn haldinn sérstakur baráttudagur gegn einelti hér á landi. Landsmenn eru hvattir til að standa saman gegn einelti í samfélaginu, ekki síst í skólum og á vinnustöðum. Allir eru hvattir til að leggja sitt að mörkum til að einelti fái ekki þrifist í samfélaginu og beina sjónum að jákvæðum samskiptum, skólabrag og starfsanda.

Sýnum hvort öðru gagnkvæma virðingu í samskiptum, verum góð fyrirmynd og eyðum einelti.

Vinnueftirlitið hefur gefið út veggspjald og þar er að finna 10 ráð til að vinna gegn einelti á vinnustað.

Á baráttudegi gegn einelti eru allir hvattir til að skrifa undir þjóðarsáttmála gegn einelti, sem er aðgengilegur á heimasíðunni www.gegneinelti.is