Skólaakstur

Fjallabyggð býður uppá skóla- og frístundaakstur á milli byggðakjarna fyrir nemendur og starfsmenn grunnskóla. Almenningi er einnig fjálst að nota ferðrnar ef pláss er í bílnum.  

Á Siglufirði er ekið að og frá Grunnskólanum við Norðurgötu og í Ólafsfirði er ekið að og frá Grunnskólanum við Tjarnarstíg. Skólaliði er starfandi í skólarútunni til aðstoðar fyrir skólabörnin. 

Nemendum í 1. - 5. bekk úr Ólafsfirði er ekið til Siglufjarðar að morgni og til baka að skóladegi loknum

Nemendum í 6. - 10.  bekk frá Siglufirði verður ekið til Ólafsfjarðar að morgni og til baka að skóladegi loknum.

Skólaaksturstafla veturinn 2019-2020 - tekur gildi mánudaginn 26. ágúst

 Tímatafla veturinn 2019-2020 (pdf)

 Skólasetning Grunnskóla Fjallabyggðar verður 23. ágúst og þá gildir eftirfarandi tímatafla:

 Upplýsingar af heimasíðu Fjallabyggðar